Handbolti

Aron kynntur til leiks í beinni hjá Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron í leik með Veszprém.
Aron í leik með Veszprém. vísir/epa
Klukkan 11.30 verður Aron Pálmarsson formlega kynntur til leiks sem nýr leikmaður Barcelona.

Börsungar þurftu að hafa mikið fyrir því að fá Aron til liðs við félagið og þeir munu verða með beina útsendingu frá blaðamannafundi Arons.

Upphaflega átti Aron ekki að koma til félagsins fyrr en næsta sumar. Hann neitaði svo að æfa með félagi sínu, Vezprém, þar sem hann vildi komast strax til Barcelona.

Eftir mikið japl, jaml og fuður var Aron svo keyptur til spænska félagsins á dögunum.

Sjá má blaðamannafund Barcelona hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×