Enski boltinn

Morata klár í að skrifa undir tíu ára samning við Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Morata er búinn að skora sjö mörk í þrettán leikjum fyrir Chelsea.
Morata er búinn að skora sjö mörk í þrettán leikjum fyrir Chelsea. vísir/getty
Spænski framherjinn Alvaro Morata hjá Chelsea segir að það sé helbert kjaftæði að hann sé ósáttur í herbúðum enska félagsins.

Morata sagði við ítalskt dagblað að hann sæi ekki fyrir sér að búa í London lengi. Hann útskýrði síðar að hann hefði meint að ekki stæði til að búa í London eftir að ferlinum lyki.

„Ég er mjög ánægður hérna og nýt þess að búa í London með eiginkonu minni,“ sagði Morata.

„Er ferlinum lýkur þá kýs ég að flytja aftur til míns heimalands. Ég vil búa þar sem ég fæddist og mér finnst það eðlilegt. Er ég segi að það sé mikill asi í London þá er ég að tala um umferðina og fólkið. Þetta er ótrúleg borg.

„Ef Chelsea myndi bjóða mér tíu ára samning þá myndi ég líklega skrifa undir hann. Ég er mjög ánæggður með allt hjá félaginu. Ég skrifaði undir fimm ára samning en sé vel fyrir mér að ég verði hér lengur en það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×