Handbolti

Aron mættur á æfingu hjá Barcelona | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron með nýja búninginn sinn.
Aron með nýja búninginn sinn. mynd/barcelona
Mál Arons Pálmarssonar eru loksins í höfn og það gladd eflaust marga að sjá hann á handboltaæfingu í morgun.

Barcelona birti þá myndband af Aroni á sinni fyrstu æfingu með félaginu eftir að hann var keyptur til spænska liðsins frá Veszprém í Ungverjalandi.

Nú getur Aron lagt þetta allt til hliðar og farið að einbeita sér að handbolta á nýjan leik.

Mikil gleðitíðindi sömuleiðis fyrir landsliðið að Aron sé farinn af stað á ný enda bíða afar erfið verkefni á EM í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×