Enski boltinn

Ég ætla að myrða fjölskyldu þína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lovren í leiknum umtalaða gegn Tottenham. Ekki hans besti dagur.
Lovren í leiknum umtalaða gegn Tottenham. Ekki hans besti dagur. vísir/getty
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, hefur greint frá því að fjölskylda hans hafi fengið viðbjóðslega líflátshótun í gegnum samfélagsmiðla.

Lovren átti slakan leik er Tottenham pakkaði Liverpool saman, 4-1, í lok október. Það fór illa ofan í marga og einn gekk svo langt að senda honum viðbjóðsleg einkaskilaboð. Ég ætla að myrða fjölskyldu þína voru þau skilaboð.

„Ég get ekki litið í hina áttina þegar það er verið að hóta fjölskyldunni minni. Ég get ekki og mun ekki sætta mig við það,“ skrifaði Lovren á Instagram.

Lovren átti sök á fyrstu tveim mörkum Spurs í leiknum og var skipt af velli á 31. mínútu. Afar niðurlægjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×