Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Þorsteinn Pálsson formaður nefndar um gjaldtöku í sjávarútvegi segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið í vegi fyrir þverpólitískri sátt um gjaldtökuna. Við ræðum við Þorstein í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Teit Björn Einarsson fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um ætluð brot íslenska ríkisins á Kyoto-bókuninni en Íslendingar þurfa líklega að kaupa losunarheimildir fyrir gróðurhúsalofttegundir til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt bókuninni.

Þá fjöllum við um málefni Air Berlin en ein af þotum þess var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna skuldar við Isavia.

Í fréttatímanum greinum við jafnframt frá viðræðum Tulipop við alþjóðleg stórfyrirtæki um framleiðslu á nýrri fimmtíu og tveggja þátta sjónvarpsseríu, svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×