Sport

Sex verðlaun í Færeyjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Agnes Suto-Tuuha með silfurverðlaunin sín.
Agnes Suto-Tuuha með silfurverðlaunin sín. mynd/fimleikasamband íslands
Íslendingar unnu til sex verðlauna á Norður-Evrópumótinu (NEM) sem fór fram í Þórshöfn í Færeyjum um helgina.

Íslenska kvennaliðið lenti í 2. sæti í liðakeppninni. Íslensku stelpurnar fengu samtals 146,432 í einkunn, 0,968 minna en sigurvegararnir frá Noregi.

Íslenska karlaliðið endaði í 5. sæti. Strákarnir fengu 226,500 í einkunn. Svíar urðu hlutskarpastir í karlaflokki.

Irina Sazonova lenti í 2. sæti í fjölþraut. Hún fékk samtals 49,666 í einkunn. Martine Rustøen Skregelid frá Noregi vann til gullverðlauna en hún fékk 50,450 í einkunn.

Thelma Aðalsteinsdóttir varð önnur í keppni á tvíslá. Hún fékk 11,300 í einkunn. Helmi Murto frá Finnlandi hrósaði sigri en hún fékk 11,950 í einkunn.

Agnes Suto-Tuuha fékk silfur á slá með 11,900 í einkunn. Áðurnefnd Skregelid tók gullið.

Eyþór Baldursson fékk brons í stökki. Hann fékk 13,450 í einkunn.

Valgard Reinhardsson fékk einnig brons á svifrá með 12,750 í einkunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×