Handbolti

Hollensku strákarnir hans Erlings gengu frá Grikkjum í seinni hálfleik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Erlingur Richardsson byrjar vel í Hollandi.
Erlingur Richardsson byrjar vel í Hollandi. Vísir/Getty
Erlingur Richardsson byrjar vel sem þjálfari hollenska karlalandsliðsins í handbolta en það lagði Grikkland í kvöld, 29-20, í forkeppni HM 2019.

Grikkir eru í fjögurra liða riðli með Grikklandi, Belgíu og Tyrklandi en keppt er í sex riðlum og kemst efsta lið hvers riðils í umspil um sæti á HM 2019 sem haldið verður í Danmörku og Þýskalandi.

Hollendingar byrjuðu ekki vel og voru þremur mörkum undir í hálfleik, 15-12. Þeir sneru leiknum heldur betur sér í hag í seinni hálfleik sem þeir unnu örugglega, 17-5, og leikinn með níu mörkum, 29-20.

Bobby Schagen, leikmaður HV KRAS/Volendam, fór á kostum í fyrsta mótsleik nýja þjálfarans og skoraði tólf mörk en leikurinn fór fram í Rotterdam.

Hollendingar eiga stutt ferðalag fyrir höndum til Belgíu í annan leik liðsins í forkeppninni en þeir mæta Belgum á sunnudaginn.

Tyrkland og Belgíu skildu jöfn, 27-27, í hinum leik riðilsins en Grikkir og Tyrkir eigast einnig við á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×