Enski boltinn

Óvissa með þátttöku Kanes í stórleiknum um helgina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eric Dier hjálpar Harry Kane á fætur.
Eric Dier hjálpar Harry Kane á fætur. vísir/getty
Óvíst er hvort Harry Kane verði með Tottenham í stórleiknum gegn Manchester United í hádeginu á laugardaginn. Hann glímir við meiðsli aftan í læri.

Kane fór meiddur af velli í 4-1 sigri Tottenham á Liverpool á sunnudaginn og lék ekki með liðinu í 2-3 tapi fyrir West Ham í enska deildabikarnum í gær.

„Við sjáum til. Við þurfum að taka stöðuna á hópnum. Við þurftum að gera breytingar í kvöld af öðrum ástæðum,“ sagði Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, eftir leikinn í gær.

Kane hefur verið sjóðheitur undanfarnar vikur og skorað grimmt. Hann er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni ásamt Romelu Lukaku en þeir hafa báðir skorað átta mörk.

United og Tottenham eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Óstöðvandi eftir að ágúst lauk

Ágúst er löngu liðinn og þá blómstrar Harry Kane. Þessi magnaði framherji hefur verið óstöðvandi undanfarnar vikur og það varð engin breyting þar á þegar Tottenham fékk Liverpool í heimsókn á Wembley í gær. Kane skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-1 sigri Spurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×