Enski boltinn

Meig í glas og henti í stuðningsmenn West Ham

Benedikt Bóas skrifar
Netverjar keppast nú um að finna þennan mann sem kastaði fullu glasi af pissi í stuðningsmenn West Ham.
Netverjar keppast nú um að finna þennan mann sem kastaði fullu glasi af pissi í stuðningsmenn West Ham. Twitter
„Svona hegðun er algjörlega óásættanleg. Við erum að rannsaka málið og reyna að finna viðkomandi,“ segir talsmaður Tottenham í samtali við BBC um stuðningsmann sem sýndi einhverja ótrúlegustu hegðun sem stuðningsmaður hefur nokkru sinni sýnt.

Viðkomandi stuðningsmaður, ef stuðningsmann skyldi kalla, þurfti að létta á sér og lét vaða í plastglas. Fyllt það og lét vin sinn kasta því í stuðningsmenn West Ham.

Afar grunnt er á því góða á milli þessara félaga en flestir breskir fjölmiðlar eru sammála um að þarna hafi verið farið langt yfir strikið.

West Ham vann leikinn 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir. Fögnuðu stuðningsmenn sigrinum ákaft og lengi eftir að lokaflautið gall - hvort sem þeir voru pissublautir eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×