Enski boltinn

United kíkir í heimsókn til Harðar Björgvins og félaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin og félagar fá ríkjandi deildabikarmeistara í heimsókn.
Hörður Björgvin og félagar fá ríkjandi deildabikarmeistara í heimsókn. vísir/anton
Manchester United sækir Hörð Björgvin Magnússon og félaga hans í Bristol City heim í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins.

Bristol City hefur nú þegar slegið þrjú úrvalsdeildarlið úr leik. Þeirra bíður hins vegar afar erfitt verkefni gegn United sem er ríkjandi deildabikarmeistari.

Chelsea mætir Bournemouth, Arsenal og West Ham eigast við og Manchester City sækir Leicester City heim.

Leikirnir fara fram um miðjan desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×