Viðskipti innlent

Flugvélabensín dýrt á Akureyri

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Akureyrarflugvöllur.
Akureyrarflugvöllur. vísir/pjetur
Markaðsstofa Norðurlands og flugklasinn AIR 66N segja enn vera hindranir í veginum fyrir beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Meðal annars sé eldsneyti fyrir flugvélar í millilandaflugi dýrara á Akureyri en í Keflavík.

„Ástæðan er sú að kostnaði við flutning á eldsneytinu, sem er öllu skipað upp í Helguvík, er bætt ofan á grunnverð og þannig verður eldsneytið dýrara eftir því sem lengra dregur frá Helguvík,“ útskýra markaðsstofan og AIR 66N í bréfi til sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Ná þurfi meiri dreifingu ferðamanna um landið. Til þess þurfi að byggja upp fleiri áfangastaði fyrir millilandaflug en Keflavík. „Nú í janúar og febrúar mun ferðaskrifstofan Super Break í Bretlandi fljúga tvisvar í viku frá Bretlandi til Akureyrar, samtals fjórtán flug á sjö vikum.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×