Körfubolti

Blake Griffin tryggði Clippers sigurinn með flautukörfu | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Blake Griffin skoraði 36 stig í sigrinum á Los Angeles Lakers.
Blake Griffin skoraði 36 stig í sigrinum á Los Angeles Lakers. vísir/getty
Blake Griffin var hetja Los Angeles Clippers í nótt þegar liðið lagði Portland Trail Blazers, 104-103, í spennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta.

Griffin skoraði sigurkörfuna fyrir utan þriggja stiga línuna um leið og tíminn rann út en Clippers-liðið fór í lokasóknina tveimur stigum undir.

Clippers er búið að vinna alla fjóra leiki tímabilsins og fer frábærlega af stað en Portland er búið að vinna þrjá leiki og tapa tveimur.

Blake Griffin var stigahæstur gestanna með 25 stig auk þess sem hann tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar en Damian Lillard skoraði mest fyrir Portland eða 25 stig.

Chicago Bulls vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar að liðið hafði betur gegn Atlanta Hawks á heimavelli 91-86.

Robin Lopez var stigahæstur heimamanna með 16 stig en finnska undrið Lauri Markkanen skoraði fjórtán stig. Hann hitti aðeins úr tveimur af átta þriggja stiga skotum sínum en tók tólf fráköst.

Úrslit næturinnar:

Chicago Bulls - Atlanta Hawks 91-86

Memphis Grizzliez - Dallas Maverics 96-91

Milwaukee Bucks - Boston Celtics 89-96

Portland Trail Blazers - LA Clippers 103-104

Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 106-114

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×