Enski boltinn

Mourinho vildi frekar fá Matic en Dier

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho glottir á blaðamannafundi í dag.
José Mourinho glottir á blaðamannafundi í dag. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hann hafi alltaf viljað fá Nemanja Matic frekar en Eric Dier, leikmann Tottenham.

Dier var sterklega orðaður við United í sumar. Félagið keypti hins vegar Matic frá Englandsmeisturum Chelsea. Mourinho segir að Serbinn hafi alltaf verið efstur á óskalista sínum.

„Ég er með leikmanninn sem ég hélt að væri ekki mögulegt að fá en fékk leikmanninn sem ég vildi svo sannarlega fá,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í dag.

Í nýrri bók um Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, segir hann að Mourinho hafi gert hosur sínar grænar fyrir Dier.

Pochettino lýsir því m.a. þegar Mourinho hitti Dier eftir leik United og Tottenham og faðmaði hann.

United tekur á móti Tottenham í stórleik 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Leikurinn hefst klukkan 11:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×