Handbolti

Aron fær Ólympíumeistara næsta sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henrik Møllgaard hefur leikið yfir 100 landsleiki fyrir Danmörku.
Henrik Møllgaard hefur leikið yfir 100 landsleiki fyrir Danmörku. vísir/getty
Íslendingaliðið Aalborg hefur nælt í feitan bita því danski landsliðsmaðurinn Henrik Møllgaard gengur í raðir þess næsta sumar.

Hinn 32 ára gamli Møllgaard skrifaði undir þriggja ára samning við dönsku meistarana.

Møllgaard kemur til Aalborg frá Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain sem hann hefur leikið með síðan 2015.

Møllgaard, sem varð Ólympíumeistari með Dönum í fyrra, þekkir vel til hjá Aalborg en hann lék með liðinu á árunum 2009-12.

Aron Kristjánsson er þjálfari Aalborg og með liðinu leika íslensku landsliðsmennirnir Arnór Atlason og Janus Daði Smárason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×