Martial sá um Tottenham

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað
Sigurmarkinu fagnað vísir/getty
Manchester United styrkti stöðu sína í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið vann sigur með minnsta mun gegn Tottenham á Old Trafford í dag.

Tottenham lék án sinnar skærustu stjörnu, Harry Kane, en Jose Mourinho stillti engu að síður upp þremur miðvörðum og fór sér engu óðslega.

Leikurinn var fremur tíðindalítill. Dele Alli fékk besta færi Tottenham eftir rúmlega klukkutíma leik og skömmu síðar komst Romelu Lukaku nálægt því að skora fyrir heimamenn.

Fyrsta og eina mark leiksins kom svo á 80.mínútu þegar varamaðurinn Anthony Martial slapp í gegn og kláraði færið sitt afar vel.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira