Sport

Þegar þeir kynntu hina 18 ára gömlu Katrínu Tönju fyrir crossfit heiminum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Twitter
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur tvisvar verið hraustast kona heims og endaði í fimmta sæti á heimsleikunum í ágúst síðastliðnum.

Hún og landa hennar Anníe Mist Þórisdóttir eru einu konurnar sem hafa unnið heimsleikana tvö ár í röð en Katrín Tanja vann leikana 2015 og 2016.

Katrín Tanja er ein af stærstu stjörnum crossfit heimsins og fólkið sem sér um Twitter-síðu heimsleikana rifjuðu það upp í vikunni þegar þeir kynntu Katrínu Tönju fyrir crossfit heiminum.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en okkar kona var þá strax farin að setja sér metnaðarfull markmið.



Katrín Tanja var þá aðeins átján ára gömul en árið var 2012 og Anníe Mist Þórisdóttir var ríkjandi meistari. Katrín Tanja var kynnt til leiks sem „Önnur Anníe“ en enginn gat þó séð fyrir hana leika afrek Anníe Mist eftir aðeins nokkrum árum síðar.

Katrín Tanja komst á leikana þetta ár eftir að hafa orðið í öðru sæti í undankeppni Evrópu. Hún endaði 30. sæti á heimsleikunum 2012 og hækkaði sig síðan um sex sæti árið eftir. Eftir að hafa misst af heimsleikunum 2014 kom hún sterk til baka og vann leikana næstu tvö ár á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×