Sport

Sara stingur sér í samband fyrir og eftir æfingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hjálpaði Evrópu að vinna í fyrra.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hjálpaði Evrópu að vinna í fyrra. Mynd/Instagram/sarasigmunds
Crossfit-konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir notar nýjustu tækni til að hjálpa sér bæði fyrir og eftir æfingar.

Sara er á næstunni á leiðinni á að Crossfit Invitational mótið þar sem hún er hluti að Evrópuliðinu með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni.

Crossfit Invitational mótið fer að þessu sinni fram í Melbourne í Ástralíu en það verður 5. nóvember næstkomandi . Á þessu árlega móti keppir Evrópuliðið við úrvalslið frá Bandaríkjunum, Kanada og Kyrrahafinu.

Sara segir frá því á Instagram-síðu sinni að hún geti ekki verið án eins kraftaverkatækis þegar hún er á fullu í erfiðu æfingaprógrammi.  Það má segja að hún hreinlega stingi sér í samband fyrir og eftir æfingar.







Undir myndina skrifar Suðurnesjakonan eftirfarandi texta.

„Eitt af því sem ég get ekki lifað án er Compex vöðvaörvunar tækið mitt. Ég nota það stundum til að hita upp vöðvana fyrir æfingu og stundum nota ég tækið líka á æfingu. Uppáhaldið mitt er þó að nota það eftir æfingar til að örva blóðflæðið og efla endurheimtuna. Dagurinn á eftir er svo miklu betri þegar ég geri það,“ skrifaði Sara á Instagram-síðuna sína.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja eða fjórða sæti á síðustu þremur heimsleikum en aðeins núverandi hraustasta kona heims, Tia-Clair Toomey, getur státað af því.  Sara hefur öll árin unnið undankeppnina, fyrstu tvö árin í Evrópu en nú síðast í Miðriðlinum í Bandaríkjunum.

Sara vann í ár fyrsta sinna opnu keppni crossfit leikanna en hún hafði endaði í 20. Sætinu árið á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×