Körfubolti

Tryggvi spilaði í stórsigri Valencia í Euroleague í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu á EM.
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu á EM. Vísir/Getty
Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Valencia liðinu unnu risasigur í Meistaradeildinni í körfubolta, Euroleague, í kvöld.

Valenica vann þá 38 stiga sigur á spænska liðinu Unicaja Malaga á heimavelli sínum, 91-53.

Tryggvi Snær fékk að koma inná í lok leiksins og kom Valencia liðinu meðal annars í 40 stiga forystu.

Tryggvi spilaði alls í 4:30 mínútur og var með 2 stig, 2 fráköst, 1 varið skot og 1 stolinn bolta.

Valencia vann fyrsta leikhlutann 31-11 og var strax komið með 32 stiga forystu í hálfleik, 57-25.

Tryggvi hefur nú spilað þrjá leiki í Euroleague á tímabilinu og alls í 12:33 mínútur. Á þeim er hann með 4 stig, 3 fráköst, 2 stolna bolta og 3 varin skot. Í öllum þremur leikjunum hefur hann náð að verja skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×