Körfubolti

Westbrook skráði sig á spjöld sögunnar í nótt

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stórkostlegur leikmaður.
Stórkostlegur leikmaður. Vísir/Getty
Russell Westbrook eignaði sér nýtt met í NBA-deildinni í nótt þegar lið hans, Oklahoma City Thunder, burstaði Chicago Bulls.

Óhætt er að segja að Westbrook er kóngurinn í deildinni þegar kemur að þreföldum tvennum og hlóð hann í eina slíka í nótt með því að skora 12 stig, taka 13 fráköst og gefa 13 stoðsendingar.

Þessi 28 ára gamli leikstjórnandi hefur nú náð þrefaldri tvennu gegn öllum hinum 29 liðum deildarinnar og er það nýtt met en áður en kom að leiknum í nótt deildi hann metinu með Jason Kidd sem náði þrefaldri tvennu gegn 28 liðum.

Oklahoma City Thunder er því eina liðið sem Westbrook á eftir að ná þrefaldri tvennu gegn enda hefur kappinn spilað með liðinu allan sinn feril í NBA.







NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×