Körfubolti

Borgnesingar sóttu sigur í Garðabæinn | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigrún Sjöfn skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í liði Skallagríms.
Sigrún Sjöfn skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í liði Skallagríms. vísir/anton
Skallagrímur lyfti sér upp í 4. sæti Domino's deildar kvenna með 71-77 sigri á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld.

Stjarnan, sem var búið að vinna fjóra leiki í röð fyrir leikinn í kvöld, er áfram í 3. sætinu.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Carmen Tyson-Thomas leiddu Borgnesinga til sigurs í leiknum í kvöld.

Sigrún Sjöfn skoraði 29 stig og tók 10 fráköst og Tyson-Thomas var með 23 stig, 20 fráköst og níu stoðsendingar. Jóhann Björk Sveinsdóttir var einnig drjúg með 18 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar.

Danielle Rodríguez var að venju atkvæðamest í liði Stjörnunnar. Hún skoraði 20 stig, tók 11 fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Stjarnan-Skallagrímur 71-77 (19-18, 16-14, 19-28, 17-17)

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 20/11 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/6 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/14 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/6 fráköst, Rakel Rós Ágústsdóttir 0, Linda Marín Kristjánsdóttir 0, Eyrún Embla Jónsdóttir 0, Valdís Ósk Óladóttir 0.

Skallagrímur: Sigrún Sjöfn  Ámundadóttir 29/10 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 23/20 fráköst/9 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 2, Þórunn Birta Þórðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Karen Munda Jónsdóttir 0, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 0, Lidia Mirchandani Villar 0.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×