Fótbolti

Reiðir Argentínumenn verða að vinna í kvöld

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Útlitið er ekki bjart fyrir Lionel Messi og félaga.
Útlitið er ekki bjart fyrir Lionel Messi og félaga. Vísir/Getty
Argentínumenn þurfa að sigra Ekvador á útivelli í nótt ætli þeir sér að komast í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi næsta sumar.

Ekvador er nú þegar búið að missa af möguleikanum á sæti í lokakeppninni, en Argentína hefur ekki unnið á Quito vellinum síðan 2001, eða fyrir 16 árum síðan.

„Þetta er í okkar höndum,“ sagði Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu. „Ég er fullur sjálstraust með að ef við spilum með þeirri sannfæringu sem við gerðum [í jafntefl á móti Perú] þá verðum við á Heimsmeistaramótinu.“

Argentína er eins og er í 6. sæti Suður-ameríkuriðilsins, en fyrstu fjögur sætin fá þáttökurétt í lokakeppninni, fimmta sæti fer í umspil.

Perú er jafnt Argentínu að stigum í fimmta sæti og Síle og Kólombía eru einu stigi ofar í þriðja og fjórða sæti.

Argentína hefur verið þáttökuþjóð í hverri einustu lokakeppni síðan árið 1970 og yrði það skandall ef liðið, með stórstjörnur á borð við Lionel Messi og Sergio Aguero innanborðs, kæmist ekki áfram.

„Liðið er reitt, en hugsar að ef þeir vinna Ekvador þá komist þeir áfram,“ sagði Jorge Sampaoli.

Leikur Argentínu og Perú fer fram klukkan 23:30 í nótt að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir

Frakkar mörðu Búlgaríu

Frakkar mörðu sigur á Búlgaríu í A-riðli í undankeppni HM 2018 í kvöld, 0-1, og komust þvi aftur á topp riðilsins eftir að Svíar höfðu skotist á toppinn fyrr í dag.

Svíar skoruðu átta gegn Lúxemborg

Mörkunum rigndi í þeim fjórum leikjum sem búnir eru í dag í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. Svíþjóð skoraði átta mörk og Belgía marði sigur í sjö marka leik.

Króatar fara í umspil

Króatar unnu Úkraínumenn 0-2 á útivelli og tryggja sér annað sæti riðilsins

Pólverjar komnir á HM

Úrslitin réðust í E- og F-riðli Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×