Erlent

Tveir látnir í árás manna á háskólasvæði í Kenía

Atli Ísleifsson skrifar
Yfirvöld í Kenía hafa um árabil þurft að glíma við árásir hryðjuverkamanna úr röðum al-Shabaab
Yfirvöld í Kenía hafa um árabil þurft að glíma við árásir hryðjuverkamanna úr röðum al-Shabaab Vísir/AFP
Tveir starfsmenn við háskóla í Kenía eru látnir eftir að hópur manna hóf skothríð á bíla á háskólasvæðinu í morgun. Árásin átti sér stað á svæði Tækniháskólans í Mombasa.

Að sögn sjónarvotta særðust jafnframt fjölmargir nemendur, tveir lögreglumenn og bílstjóri í árásinni. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Reuters greinir frá þessu.

Sómölsku hryðjuverkasamtökin al-Shabaab hafa margoft staðið fyrir árásum í Kenía. Þannig létu 148 manns lífið í árás liðsmanna hópsins á Háskólann í Garissa fyrir um tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×