Fótbolti

Frábærir dagar hjá Lewandowski

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lewandowski varði ritgerð sína í gær
Lewandowski varði ritgerð sína í gær mynd/íþróttaháskólinn í varsjá
Á sunnudaginn varð Robert Lewandowski markahæstur í sögu undankeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu þegar hann skoraði sitt 16. mark fyrir Pólland í undankeppninni.

Í gær útskrifaðist hann svo með bachelor-gráðu frá Íþróttaháskólanum í Varsjá.

Hann notaði sinn eigin feril í lokaritgerð sinni, sem einblíndi á þjálfun og stjórnun knattspyrnuliða.

Pólland gæti orðið einn af andstæðingum Íslands í Rússlandi í sumar, en dregið verður í riðla 1. desember næst komandi.




Tengdar fréttir

Pólverjar komnir á HM

Úrslitin réðust í E- og F-riðli Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×