Körfubolti

Ekkert heitt vatn í Njarðvík og leikur stelpnanna getur ekki farið fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björk Gunnarsdóttir og félagar í Njarðvík spila ekki fyrr en á fimmtudagskvöldið.
Björk Gunnarsdóttir og félagar í Njarðvík spila ekki fyrr en á fimmtudagskvöldið. Vísir/Eyþór
Ekkert verður að því að heil umferð fari fram í Domino´s deild kvenna í körfubolta á morgun en þá átti öll þriðja umferðin að fara fram.

Leik Njarðvíkur og Stjörnunnar sem átti að fara fram á morgun hefur verið nefnilega frestað.

Ástæðan er vegna hitavatnsleysis í Reykjanesbæ og annars staðar á Reykjanesinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands.

„Þóttu leikaðstæður ekki fullnægjandi og því var leik frestað,“ segir í fréttatilkynningu frá KKÍ en nýr leikdagur er fimmtudagurinn 12. október klukkan 19:15.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×