Körfubolti

Nýliðarnir unnu Íslands- og bikarmeistarana | Öll úrslit kvöldsins í Domino's deild kvenna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Auður Íris Ólafsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki eru komnar á blað.
Auður Íris Ólafsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki eru komnar á blað. vísir/ernir

Nýliðar Breiðabliks gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur, 72-69, í 3. umferð Domino's deildar kvenna í kvöld.

Þetta var fyrsti sigur Blika á tímabilinu en þeir eru með tvö stig, jafn mörg og Keflvíkingar sem hafa tapað tveimur leikjum í röð.

Ivory Crawford fór mikinn í liði Breiðabliks og skoraði 34 stig og tók 15 fráköst. Blikar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum 3. leikhluta sem þeir unnu 22-10.

Sóllilja Bjarnadóttir skoraði 12 stig fyrir Breiðablik og Ísabella Ósk Sigurðardóttir gerði 11 stig og reif niður 13 fráköst.

Brittanny Dinkins skoraði 19 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar í liði Keflavíkur.

Helena Sverrisdóttir átti góðan leik í Hólminum. vísir/ernir

Haukar gerðu góða ferð í Stykkishólm og unnu fjögurra stiga sigur, 72-76, á Snæfelli. Haukar hafa unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu á meðan Snæfell hefur unnið einn og tapað tveimur.

Haukar voru 16 stigum yfir, 51-67, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þar sýndu Snæfellingar úr hverju þeir eru gerðir og náðu tvisvar að minnka muninn í tvö stig. En nær komust heimakonur ekki og Haukar lönduðu sigrinum.

Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest í liði Hauka með 25 stig, 13 fráköst og sjö stoðsendingar. Cherise Michelle Daniel átti einnig góðan leik með 15 stig, átta fráköst, sex stoðsendingar og fjóra stolna bolta.

Kristen McCarthy var langstigahæst í liði Snæfells með 38 stig. Hún tók einnig 10 fráköst og stal 10 boltum og var því með þrefalda tvennu.

Þá tryggði Guðbjörg Sverrisdóttir Val sigur á Skallagrími, 70-67.

Breiðablik-Keflavík 72-69 (11-20, 19-15, 22-10, 20-24)

Breiðablik: Ivory Crawford 34/15 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 12/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 11/13 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 8/5 fráköst/6 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 7/4 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 0, Kristín Rós Sigurðardóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Arndís Þóra Þórisdóttir 0, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Melkorka Sól Péturdóttir 0.

Keflavík: Brittanny Dinkins 19/8 fráköst/7 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 6/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 5/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 5, Irena Sól Jónsdóttir 5, Eva María Lúðvíksdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0.

Snæfell-Haukar 72-76 (19-23, 23-23, 9-21, 21-9)

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 38/10 fráköst/10 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 9/7 fráköst, María Björnsdóttir 9/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Andrea Bjort Olafsdottir 5, Anna Soffía Lárusdóttir 4, Sara Diljá Sigurðardóttir 1, Inga Rósa Jónsdóttir 0.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 25/13 fráköst/7 stoðsendingar, Cherise Michelle Daniel 15/8 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 12/6 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 4, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3, Magdalena Gísladóttir 0, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 0, Fanney Ragnarsdóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0.

Valur-Skallagrímur 70-67 (25-11, 9-20, 19-17, 17-19)

Valur: Hallveig Jónsdóttir 21/4 fráköst, Alexandra Petersen 15/9 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 15/8 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/5 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 5/8 fráköst/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 3, Elfa Falsdottir 0, Dagbjört Samúelsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Ásta Júlía Grímsdóttir 0.

Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 35/18 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/6 fráköst, Fanney Lind G. Thomas 4, Guðrún Ósk Ámundadóttir 4/6 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 1, Þórunn Birta Þórðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 0.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.