Sport

Fjórir vaskir bogfimimenn á leið til Mexíkó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
mynd/bogfimisambandið

Heimsmeistaramótið í bogfimi fer fram í næstu viku og Ísland sendir fjóra keppendur til leiks.

Það eru þau Guðmundur Örn Guðjónsson, Einar Hjörleifsson, Astrid Daxböck og Helga Kolbrún Magnúsdóttir sem munu halda merki Íslands á lofti á mótinu.

Guðmundur og Astrid keppa í tveim bogaflokkum sem telst einstakt innan íþróttarinnar. Heimssambandið tók viðtal við þau á síðasta móti sem má sjá hér.

Helga ætlar sér að slá íslandsmetið í trissuboga í fjórða sinn á þessu ári, en hún tók einnig gull á smáþjóðaleikunum fyrr á þessu ári.

Hægt verður að fylgjast með niðurstöðum á vefsíðu heimssambandsins eða hjá Ianseo.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira