Sport

Fjórir vaskir bogfimimenn á leið til Mexíkó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
mynd/bogfimisambandið
Heimsmeistaramótið í bogfimi fer fram í næstu viku og Ísland sendir fjóra keppendur til leiks.

Það eru þau Guðmundur Örn Guðjónsson, Einar Hjörleifsson, Astrid Daxböck og Helga Kolbrún Magnúsdóttir sem munu halda merki Íslands á lofti á mótinu.

Guðmundur og Astrid keppa í tveim bogaflokkum sem telst einstakt innan íþróttarinnar. Heimssambandið tók viðtal við þau á síðasta móti sem má sjá hér.

Helga ætlar sér að slá íslandsmetið í trissuboga í fjórða sinn á þessu ári, en hún tók einnig gull á smáþjóðaleikunum fyrr á þessu ári.

Hægt verður að fylgjast með niðurstöðum á vefsíðu heimssambandsins eða hjá Ianseo.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×