Lífið

Birtu þátt sem tekinn var upp sex dögum áður en Chester dó

Samúel Karl Ólason skrifar
Saman sungu þeir fjölda laga og virtust þeir skemmta sér verulega saman.
Saman sungu þeir fjölda laga og virtust þeir skemmta sér verulega saman.

Hljómsveitin Linkin Park birti í dag þátt þeirra úr Carpool Karaoke sem tekinn var upp einungis sex dögum áður en söngvari hljómsveitarinnar Chester Bennington framdi sjálfsvíg. Auk Chester eru þeir Mike Shinoda, Joe Hahn og leikarinn og grínistinn Ken Jeong.

„Við deilum þessum þætti með blessu fjölskyldu Chester og hljómsveitarmeðlima hans og til minningar hans,“ segir í byrjun þáttarins.

Saman sungu þeir fjölda laga og virtust þeir skemmta sér verulega saman. Þeir stökkva jafn vel út úr bílnum og Ken Jeong kennir þeim nokkur dansspor. Hann ver þættinum í að reyna að sannfæra hina um að réttast væri að breyta nafni hljómsveitarinnar í LinKen Park.

Þá kenndi Chester Jeong að öskur-syngja eins og hann var þekktur fyrir. Jeong stóð sig með ágætum þvert á allar væntingar. Þáttinn má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.