Innlent

Ók á ljósastaur og reyndi að stinga af

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var handtekinn án mótþróa.
Maðurinn var handtekinn án mótþróa. Vísir/Eyþó
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt ökumann sem hafði ekið á ljósastaur í Nóatúni í Reykjavík. Í dagbók lögreglu segir að ökumaðurinn hafi stungið af vettvangi en verið handtekinn skömmu síðar. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið bílnum undur áhrifum áfengis og gistir hann nú fangageymslu.

Tilkynnt var um heimilisofbeldi á heimili í miðborginni á fjórða tímanum í nótt þar sem kona er grunuð um að hafa veitt manni sínum áverka. Er unnið samkvæmt verklagi, að því er segir í dagbók lögreglu.

Þá voru nokkrir ökumenn handteknir – á Laugavegi, Vesturlandsvegi, Gnoðarvogi og Nesvegi – vegna gruns um að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Loks segir að tilkynnt hafi verið um um þjófnað á ökutæki í Grafarvogi. Hafði lögregla upp á þeim aðilum sem stálu ökutækinu sem og ökutækinu sjálfu.

Alls voru verkefni lögreglunnar sjötíu í nótt og sneru langflest þeirra að ölvun og ólátum sökum ölvunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×