Innlent

Mikilvægt að kveða á um víðtækara bann við notkun snjalltækja

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm
Samgönguþing unga fólksins var sett í dag klukkan tíu á Grand hótel í Reykjavík. Hugmyndin með Samgönguþingi unga fólksins er að kalla eftir samráði frá ungu fólki um mál eins og akstur undir áhrifum, bílprófsaldur, tekjutenging sekta og hertari refsingar við umferðarlagabrotum.

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, setti þingið klukkan tíu í morgun. Í ræðu sinni talaði hann um mikilvægi þess að setja á víðtækara bann við notkun snjalltækja. Sagði hann að í gildandi lögum væri ekki tekið á notkun snjalltækja í akstri, aðeins væri talað um að ökumanni ökutækis væri óheimilt að nota farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar auk þess sem bann væri lagt við sendingum og lestri smáskilaboða. Vill ráðherra ráðast í breytingar á lögunum og koma á víðtækara banni við notkun snjalltækja.

Taka þurfi afstöðu til þess hvort krefjast eigi prófs á létt bifhjól

Þá nefndi ráðherrann einnig í ræðu sinni að síðan upphafleg vinna við frumvarp til umferðarlaga fór fram, hefur orðið mikil gerjun í þróun samgöngutækja og samgangna hér á landi. Því þyrfti að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að skoða sérstakar reglur um notkun reiðhjóla í umferð en Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gert ýmsar athugasemdir í kjölfar banaslyss sem varð í Ártúnsbrekku.

Ráðherrann nefndi jafnframt að skoða þyrfti að setja á ákvæði sem gilda um létt bifhjól. Taka þurfi afstöðu til þess hvort eigi að gera þau tryggingaskyld eða krefjast prófs á slík hjól eða hvort setja þurfi reglur um flutning farþega á léttum bifhjólum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×