Lífið

Sviðsmynd hrundi á Marilyn Manson

Samúel Karl Ólason skrifar
Manson á tónleikum á Ítalíu í sumar.
Manson á tónleikum á Ítalíu í sumar. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn Marilyn Manson var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að sviðsmynd hrundi á hann á tónleikum í New York. Svo virðist sem að hann hafi reynt að klifra upp á sviðsmyndina sem voru tvær stórar byssur sem héngu á málmgrind, þegar hún hrundi á hann. Sjónarvottar segja Manson hafa legið á sviðinu í um fimmtán mínútur áður en hann var fluttur á brott.

Samkvæmt frétt BBC liggur ástand Manson ekki fyrir. Myndbönd náðust af atvikinu sem hafa verið birt á internetinu en sjónarvottar segja að Mason hafi litið út fyrir að hafa misst meðvitund.

Rolling Stone segir að um klukkustund hafi verið liðin af tónleikum Manson. Á föstudagskvöldið hélt Manson tónleika í Pittsburg þar sem hann datt af sviðinu. Eftir að hann klifraði aftur upp sagði hann tónleikagestum að hann hefði öklabrotnað við fallið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×