Formúla 1

Afmælisbarnið vann í Malasíu | Sjáðu uppgjörsþáttinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Rúnar Jónsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport fer yfir öll helstu atvikin úr spennandi Malasíukappakstri í Formúlu 1. Uppgjörsþátturinn er í spilara í fréttinni.

Martröð Ferrari manna hélt áfram, þeir komu Sebastian Vettel ekki af stað í tímatökunni í gær og Kimi Raikkonen komst ekki af stað í keppninni í dag. Max Verstappen tók fram úr Lewis Hamilton snemma í keppninni og tók forystuna sem hann lét aldrei af hendi. Vettel lágmarkaði skaðan með frábærum akstri í dag. Verstappen varð tvítugur í gær og fagnaði því með því að vinna keppnina í dag.


Tengdar fréttir

Hamilton á ráspól og Vettel aftastur

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira