Handbolti

Stefán Rafn valtaði yfir Íslendingaliðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stefán Rafn Sigurmannsson var tekinn fyrir ölvunarakstur í júlí síðastliðnum og var tekin blóðprufa úr honum. Sú prufa sýndi alvöru málsins en vínandamagn í blóði handboltakempunnar mældist 1,5 prómill.
Stefán Rafn Sigurmannsson var tekinn fyrir ölvunarakstur í júlí síðastliðnum og var tekin blóðprufa úr honum. Sú prufa sýndi alvöru málsins en vínandamagn í blóði handboltakempunnar mældist 1,5 prómill. vísir/getty
Stefán Rafn Sigurmannsson og félagar í ungverska liðinu Pick Szeged völtuðu fyir norska Íslendingaliðið Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

Lokatölur urðu 36-27 en staðan í hálfleik var 20-11.

Stefán Rafn skoraði 3 mörk fyrir Szeged, markahæstur var Richard Bodo með átta mörk úr átta skotum.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad eins og Gunnar Steinn Jónsson. Ólafur Andrés Guðmundsson var markahæstur með 5 mörk.

Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern mættu Gorenje Velenje frá Slóveníu.

Leiknum lak með 31-29 sigri slóvenska liðsins en staðan í hálfleik var 15-14 fyrir Gorenje.

Tandri Már skoraði 2 mörk fyrir Skjern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×