Lífið

Sautján ára og mjög stressaður: „Einn af þeim sem ég mun muna eftir“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Benji Matthews sló í gegn.
Benji Matthews sló í gegn.
Hinn sautján ára Benji Matthews mætti í áheyrnarprufu í X-Factor UK á dögunum og kom dómurunum heldur betur á óvart.

Matthews var mjög stressaður og gat í raun ekki hætt að hlægja. Drengurinn náði að jafna sig og tók lagið If I Aint Got You með Alicia Keys.

„Þú ert einn af þeim sem ég mun muna eftir,“ sagði Simon Cowell, eftir flutninginn.

Flutningurinn heppnaðist mjög vel eins og sjá má hér að neðan en drengurinn flaug áfram með fjögur já.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×