Erlent

Bein útsending: Tilkynnt um Nóbelsverðlaun í efnafræði

Þórdís Valsdóttir skrifar
Jean-Pierre Sauvage, Sir J. Fraser Stoddart og Bernard L. Feringa hlutu verðlaunin á síðasta ári fyrir hönnun og efnasmíði minnstu véla heims eða svokallaðar sameindavélar.
Jean-Pierre Sauvage, Sir J. Fraser Stoddart og Bernard L. Feringa hlutu verðlaunin á síðasta ári fyrir hönnun og efnasmíði minnstu véla heims eða svokallaðar sameindavélar. Vísir/getty
Fréttamannafundur sænsku Nóbelsnefndarinnar, þar sem tilkynnt verður hver eða hverjir hljóta Nóbelsverðlaun í efnafræði, hefst klukkan 9:45.

Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu hér að neðan.

Á síðasta ári hlutu þeir Jean-Pierre Sauvage, Sir J. Fraser Stoddart og Bernard L. Feringa verðlaunin fyrir hönnun og efnasmíði minnstu véla heims eða svokallaðar sameindavélar (e. molecular machines).

Efnafræði var eftirlætisgrein Alfreds Nobel, upphafsmanns Nóbelsverðlaunanna. Flestar rannsóknir hans voru á sviði efnafræði. Frá árinu 1901 hafa 175 vísindamenn hlotið verðlaunin í efnafræði.

Tilnefningar til verðlaunanna eru ekki gerðar opinberar en á hverju ári eru háværir orðrómar og miklar getgátur um hverjir gætu hlotið verðlaunin. Efnafræðingarnir John Goodenough og Stanley Whittingham eru taldir sigurstranglegir fyrir þróun sína á liþín-jóna-rafhlöðunni. Þeir hafa verið orðaðir við verðlaunin um árabil, en hafa ekki enn hlotið þau. 

Þriðju Nóbelsverðlaunin sem tilkynnt eru í vikunni

Á mánudag hlutu bandarísku vísindamennirnir Jeffrey C. Hall, Micael Robash og Michael W. Young Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fyrir rannsóknir sínar á líkamsklukku manna.

Í gær voru síðan Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði veitt.

Á morgun mun Nóbelsverðlaunanefndin tilkynna hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Fréttamannafundurinn hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með fréttamannafundinum í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×