Handbolti

Grátlegt tap hjá Daníel Frey og félögum eftir klúður í seinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daníel Freyr Andrésson.
Daníel Freyr Andrésson. Vísir/Stefán
Ricoh er enn án stiga í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir naumt tap á móti Eskilstuna Guif í kvöld.  

Ricoh hefur tapað öllum sex leikjum sínum í deildinni en mörgum þeirra með litlum mun eins og raunin var í kvöld.

Ricoh liðið missti niður fimm marka forskot í seinni hálfleiknum og þarf því enn að bíða eftir fyrsta stigi sínu á tímabilinu.

Eskilstuna Guif vann leikinn með tveggja marka mun, 25-23, eftir að hafa unnið síðustu 27 mínúturnar 15-8.

Daníel Freyr Andrésson varði 11 skot í leiknum eða 33 prósent skota sem komu á hann.

Ricoh var í frábærri stöðu í upphafi seinni hálfleik en þá var liði komið með fimm marka forskot, 15-10 en þá fór allt að ganga á afturfótunum og heimamenn unnu sig inn í leikinn.  Leikmenn Eskilstuna Guif voru síðan sterkari á lokasprettinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×