Lífið

Marilyn Manson á batavegi eftir slys á tónleikum

Kjartan Kjartansson skrifar
Manson á tónleikum fyrr í sumar.
Manson á tónleikum fyrr í sumar. Vísir/AFP
Rokkarinn Marilyn Manson er kominn heim til sín að jafna sig eftir að hann varð undir sviðsmynd á tónleikum í New York á laugardagskvöld. Söngvarinn hefur neyðst til að fresta níu tónleikum vegna slyssins.

Vitni segja að Manson hafi legið á sviðinu í fimmtán mínútur eftir að hluti af sviðsmyndinni sem voru tvær stórar byssur sem málmgrind hélt uppi féll á hann.

Talsmaður Manson segir við breska ríkisútvarpið BBC að tónleikum hans í Bandaríkjunum í október verði frestað. Hann sé nú kominn heim til Los Angeles þar sem hann ætli að ná sér af meiðslum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×