Lífið

Foreman vill berjast við Seagal: „Ég boxa. Þú mátt gera hvað sem er“

George Foreman var hrikalega öflugur hnefaleikakappi.
George Foreman var hrikalega öflugur hnefaleikakappi.
Hnefaleikakappinn George Foreman setti fram heldur sérstakt tíst í gær þar sem hann skorar á leikarann Steven Seagal í bardaga.

Konungur grillsins segir einfaldlega: „Steven Seagal. Ég skora á þig í einn og einn bardaga. Ég boxa, þú mátt gera hvað sem er. Tíu lotur í Vegas.“

Þessi 68 ára hnefaleikakappi virðist ekki vera neitt sérstaklega hræddur við Seagal en sá síðarnefndi hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna daga. Hann sagði til að mynda mótmæli NFL-leikmanna vera viðbjóðsleg.

Kvikmyndastjarnan er ekki par sáttur við leikmenn NFL-deildarinnar er þeir fara niður á hné í mótmælaskyni fyrir leik.

„Ég er talsmaður þess að allir hafi rétt á að tjá sig. Ég get samt ekki stutt það að leikmenn taki fólk sem ætlar að horfa á fótboltaleik í gíslingu með þessum mótmælum sínum,“ sagði Seagal í samtali við Piers Morgan í morgunþætti ITV. Foreman virðist ekki vera sáttur við leikarann.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×