Handbolti

Heimir tekur sér frí frá dómgæslu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir Örn ætlar að einbeita sér að því að spila með KA í vetur.
Heimir Örn ætlar að einbeita sér að því að spila með KA í vetur. vísir/daníel
Heimir Örn Árnason hefur tekið sér frí frá dómgæslu og ætlar að einbeita sér að því að spila með KA í Grill 66-deildinni í handbolta í vetur.

Heimir gekk í raðir KA fyrir tímabilið og lék með liðinu gegn ÍBV U í 1. umferð Grill 66-deildarinnar. Heimir fór úr lið á putta í leiknum og er því frá keppni eins og staðan er núna. Það styttist þó í að hann komi til baka, að því er fram kemur á heimasíðu KA.

Heimir lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum og sneri sér að dómgæslu með góðum árangri.

Heimir og félagi hans, Sigurður Hjörtur Þrastarson, voru valdir bestu dómararnir á lokahófi HSÍ í vor.


Tengdar fréttir

Reynsluboltar til liðs við KA

Heimir Örn Árnason og Hreinn Þór Hauksson hafi báðir komist að samkomulagi við KA um að spila með liðinu í vetur í Grill66 deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×