Lífið

Hnarreisti hestur Sigmundar útlenskur, krúttlegur eða nasískur?

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson má vart taka augun af símanum ef hann ætlar að fylgjast með öllu gríninu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson má vart taka augun af símanum ef hann ætlar að fylgjast með öllu gríninu.
Hinn „hnarreisti hestur“ Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og félaga í Miðflokknum hefur vakið aðdáun, undrun og kátínu netverja eftir að hann var kynntur til sögunnar sem merki flokksins í gærkvöldi.

Sjá einnig: Hnarreistur hestur merki Miðflokksins

Sigmundur sagði af því tilefni að íslenski hesturinn hafi fylgt Íslendingum frá upphafi, hann sé þjóðlegur og um leið eitt af táknum landsins út á við og að hann hafi myndað sterk tengsl milli Íslendinga og fólks víða um heim.



Þessi tiltekni hestur virðist þó ekki vera íslenskur, ef marka má rannsóknarvinnu sprelligosa. Útlínur hestsins eru meðal fyrstu niðurstaðna sem koma upp þegar leitað er að „horse vector“ á Google, algjör óþarfi að leita langt yfir skammt.

Þá þykir mörgum hesturinn, sem og litskrúðugi bakgrunnurinn, minna á aðalhetju hins sívinsæla tölvuleiks Robot Unicorn Attack sem tröllreið öllum skólastofum á árunum 2008-2010.

Þá sjá aðrir líkindi með honum og skjaldarmerki Stuttgart frá árinu 1938 sem þeir segja vera nasískt myndmál.

Hér að neðan má sjá stiklað á stóru í hinu mikla grínflóði sem hesturinn framkallaði á Twitter í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×