Körfubolti

Fyrsta framlenging vetrarins í Körfuboltakvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson.
Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson. Mynd/Stöð 2 Sport
Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi hafa ekki alltaf sömu skoðanir á liðum og leikmönnum í Domino´s deild karla og Domino's Körfuboltakvöldið notar ávallt tækifæri og fer yfir nokkur hitamáli í framlengingunni í lok þáttarins.

Fyrsta Domino's Körfuboltakvöld vetrarins um Domino´s deild karla fór fram á Stöð 2 Sport í gærkvöldi og þar var á ferðinni upphitunarþáttur fyrir tímabilið sem hefst í kvöld.

Eftir að Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson voru búnir að spá í spilin fyrir öll tólf liðin þá var komi tími á að fara yfir nokkur atriði í framlengingunni.

Að þessu sinni voru viðfangsefni framlengingarinnar „Óvænt“, „Grindavík“, „Stjörnuhrap“, „Spenntir“ og „KR“ en þeir Hermann og Kristinn fengu báðir 30 sekúndur hvor til að tjá sig um þessi atriði.

Menn fóru náttúrulega á flug eins og vanalega en þar misstu menn meðal annars út úr sér línur eins og „drottinn er minn féhirðir“ og „það er óþolandi að vera sammála þessu kvikindi“ en það má sjá alla framlenginguna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×