Erlent

19 látnir eftir árekstur lestar og rútu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá slysstað í nótt
Frá slysstað í nótt EPA
Lest keyrði á rútu 100 kílómetrum frá Moskvu í nótt. Talið er að 19 hafi látist í árekstrinum, þar á meðal eitt barn. Fimm voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Að sögn fréttar BBC voru allir sem létust farþegar í rútunni, enginn farþegi í lestinni slasaðist í árekstrinum.

Verið er að rannsaka áreksturinn en samkvæmt rússnesku fréttastofunni TESS voru meira en 50 farþegar í rútunni. Rútan kom frá Kazakhstan en talið er að rútubílstjórinn hafi tafist á gatnamótum sem liggja yfir lestarteinana. Hugsanlegt er að hann hafi hunsað rautt viðvörunarljós áður en hann fór yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×