Enski boltinn

Bailly: Enginn öruggur með sæti

Dagur Lárusson skrifar
Eric Bailly hefur byrjað tímabilið vel
Eric Bailly hefur byrjað tímabilið vel Vísir/getty

Eric Bailly, leikmaður Manchester United, segir að það sé enginn öruggur með sæti sitt í byrjunarliði liðsins undir José Mourinho en Bailly var á bekknum í fyrsta sinn í deildinni í síðasta leik liðsins gegn Crystal Palace.

Eric Bailly og Phil Jones hafa myndað sterkt miðvarðarpar undir Mourinho en Bailly segir að Mourinho hafi sett hann á bekkinn vegna þreytu.

„Ég og Phil skiljum hvorn annan mjög vel og ég hef einnig góðan skilning með Victor og Chris jafnvel þó svo við höfum ekki fengið að spila mikið saman.“

Aðspurður út í samkeppnina sagði Bailly að hann tæki henni með opnum hug.

„Fyrir mér þá er samkeppnin bara góð vegna þess að við erum fjórir miðverðir og við erum allir tilbúnir til þess að stíga upp ef tækifærið gefst. Að fá á okkur sem fæst mörk er okkar sameiginilega markmið.“

Bailly var fyrsti leikmaðurinn sem Mourinho keypti til félagsins en hann telur að Mourinho hafi haft mikil áhrif á sinn leik.

„Hann hefur haft mikil áhrif á minn leik og ég hef bætt mig mikið hvað varðar taktík frá því ég byrjaði að spila fyrir hann.“


Tengdar fréttir

Mourinho segir ómögulegt að hvíla Lukaku

Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku hefur farið frábærlega af stað í búningi Manchester United eftir að hafa verið keyptur til enska stórliðsins frá Everton í sumar. Lukaku hefur skorað tíu mörk í níu leikjum og verður í eldlínunni í dag þegar Man Utd fær Crystal Palace í heimsókn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.