Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: "Óafsakanlegt“

Njarðvíkingar voru ansi ósáttir með dómgæsluna undir lok leiks KR og Njarðvíkur í DHL-höllinni á fimmudag, en leikurinn var liður í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar.

Það virtist augljóslega brotið á Terrell Vinson, leikmanni Njarðvíkur, á mikilvægum tímapunkti í leiknum, en dómarar leiksins dæmdu ekkert.

Í kjölfarið var svo dæmt tæknivilla á Vinson sem lét einhver vel valinn orð flakka í átt að Kristni Óskarssyni, einum dómara leiksins.

Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi voru ansi ósáttir með dómgæsluna og sögðu hana ekki hafa hjálpað Njarðvíkingum, svo mikið er víst.

„Óafsakanlegt," sagði Hermann Hauksson einn spekinga þáttarins.

Innslagið í heild frá þættinum í gær má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×