Innlent

113 af 160 nemendum Menntaskólans að Laugarvatni í kór skólans

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Stjórnandi kórs Menntaskólans að Laugarvatni er nánast með alla nemendur skólans í kórnum hjá sér, eða 113 af 160 nemendum. 

„Þetta eru hörku krakkar og þau eru fljót að læra og eru metnaðarfull og það er gaman að vinna með þeim. Þau standa sig vel í því sem þau taka sér fyrir hendur,“ segir Eyrún Jónasdóttir, stjórnandi kórsins.

En þetta er ótrúlega hátt hlutfall nemenda, áttu einhverja skýringu á því?

„Það er rosalega jákvæður andi innan skólans. Krökkunum finnst gaman í kórnum og þau hvetja hvort annað til að byrja þegar nýnemar koma á haustin og skólastjórnendur eru mjög jákvæðir líka. Svo er samfélagið hérna í Árnessýslu, það eru mjög margir sem syngja í kórum.

Þeir nemendur sem eru í kórnum fá sönginn metinn inn í námið sem er mjög hvetjandi. 

„Þetta er rosalega skemmtilegt,“ segir Þorgerður Sól Ívarsdóttir, nemandi í 3. bekk ML.

Maður tekur líka eftir því strax hvað það er góður andi innan kórsins og þetta er rosa skemmtilegt og Eyrún er alveg þrusugóður kórstjóri,“ segir Þorgerður.

„Ég var ekki í kórnum fyrsta árið mitt og ég byrjaði bara í öðrum bekk og ég sá strax eftir því að hafa ekki farið í hann þegar ég byrjaði,“ segir Einar Trausti Svansson nemandi í 4. bekk ML.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×