Innlent

Leggjast gegn virkjun Stóru-Laxár

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Við Stóru-Laxá.
Við Stóru-Laxá. Mynd/Björgólfur Hávarðsson
„Það er yfirlýst stefna og vilji sveitarstjórnar að náttúrufegurð og sérstaða vatnasviðs Stóru-Laxár og hinna einstöku Laxárgljúfra verði í engu ógnað og leggst því alfarið gegn útgáfu rannsóknarleyfis,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps.

Þetta kemur fram í svari Hrunamannahrepps við erindi Orkustofnunar sem vildi fá afstöðu sveitarstjórnarinnar til veitingar rannsóknarleyfis fyrir Landsvirkjun vegna áætlana um mögulega virkjun á efsta vatnasviði Stóru-Laxár.

„Um er að ræða endurnýjun á rannsóknarleyfi sem rann út í lok árs 2016. Sveitarstjórn telur að framkvæmd sem þessi hafi neikvæð áhrif á ósnortna náttúru svæðisins sem og á veiði- og vatnasvið Stóru-Laxár,“ segir í fundargerð sveitarstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×