Sport

Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leik hjá Esju
Úr leik hjá Esju Vísir/Hanna
Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi vegna steraneyslu.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Báðir voru þeir hluti af Íslandsmeistaraliði Esju síðasta vor en þeir gætu nú átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára keppnisbann. Björn Róbert og Steindór hafa báðir viðurkennt brot sitt. Báru þeir fyrir sig að hafa neytt steranna til að stækka vöðva fljótt fyrir ferð til sólarlanda í sumar en ekki til að bæta getu sína í íshokkí.

Liðsfélagar þeirra í Esju standa nú í ströngu í Belgrad þar sem þeir taka þátt í Evrópukeppni félagsliða en Björn Róbert og Steindór voru ekki með liðinu í 1-6 tapi fyrir Rauðu Stjörnunni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×