Íslenski boltinn

Milos: Ósammála en auðvitað hafið þið rétt fyrir ykkur

Þór Símon Hafþórsson skrifar
Milos Milojevic ætlar á Pallaball í kvöld
Milos Milojevic ætlar á Pallaball í kvöld vísir/anton
„Það er alltaf gaman að vinna, hvort sem það sé hér eða einhverstaðar annarstaðar. En miðað við stærð þessa félags þá er það kannski aðeins sætara,“ sagði Milos. þjálfari Breiðabliks, eftir sigur liðsins á FH í Kaplakrika.

Vörn Breiðabliks var góð í kvöld en hún hefur átt erfitt uppdráttar í sumar.

„Vörnin er ekki bara síðustu fjórir. Vörnin þarf að vera frá fremsta manni og þeir sem spiluðu í dag lögðu sig alla fram. Sumir voru sprungnir undir lokin en svona viljum við spila. Að allir taki þátt og ég held að þett sé eina leiðin til að vinna FH.“

Aðspurður hvar þessi spilamennska hafi verið í sumar kvaðst Milos sáttur við spilamennsku liðsins yfir sumarið.

„Ég er ósammála án þess að vera reiður. Spilamennskan hefur verið góð en uppskeran því miður ekki. Í sumum leikjum vorum við frábærir en misstum kannski fókus undir lokin eins og við gerðum t.d. í dag. Í dag var okkur ekki refsað eins og svo oft áður í sumar,“ sagði Milos og hélt áfram með því að skjóta létt á fjölmiðla.

„Fjölmiðlar, með fullri virðingu, vilja oft meta það hvort lið hafi spilað vel bara útfrá úrslitum. Úrslit og spilamennska fara ekki alltaf saman. Ég þarf að vera ósammála en af sjálfsögðu hafið þið rétt fyrir ykkur.“

Hann segist ekki vita hvort hann verði áfram með Breiðablik næsta sumar og að það eigi eftir að koma í ljós á næstu vikum. En áður en þær umræður fari af stað sé Pallaball á dagskrá og því lítill tími til að hugsa um það núna.

„Við tökum bara eitt skref í einu og það er Pallaball í kvöld þannig það er eina sem við hugsum um núna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×