Enski boltinn

Sjáðu öll 17 mörkin úr leikjum gærdagsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar sjöunda umferðin hófst. Sautján mörk voru skoruð í leikjunum sjö.

Í stórleik umferðarinnar mætti topplið Manchester City á Stamford Bridge og sigraði Englandsmeistara Chelsea 0-1.

Manchester United er í öðru sætinu, fyrir neðan nágrannana í City á markatölu. Lærisveinar Mourinho tóku á móti botnliði Crystal Palace og völtuðu 4-0 yfir þá.

Harry Kane er að eiga mánuð lífs síns og hann skoraði tvö mörk í 0-4 sigri Tottenham á nýliðum Huddersfield.

West Bromwich Albion og Watford gerðu 2-2 jafntefli. Markalaust jafntefli var í Bournemouth þegar Leicester mætti í heimsókn suður.

Stoke vann Southampton 2-1 á bet365 vellinum, West Ham vann Swansea 1-0 í London.

Uppgjör dagsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, og atvik úr einstaka leikjum hér að neðan.

Chelsea - Manchester City 0-1
Manchester United - Crystal Palace 4-0
Huddersfield - Tottenham 0-4
West Brom - Watford 2-2
Stoke - Southampton 2-1
West Ham - Swansea 1-0
Leicester - Bournemouth 0-0

Tengdar fréttir

De Bruyne tryggði City sigurinn

Englandsmeistarar Chelsea tóku á móti toppliði Manchester City í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Belginn Kevin de Bruyne tryggði Manchester-liðinu sigurinn.

Tottenham burstaði nýliðana á útivelli

Tottenham er óstöðvandi um þessar mundir og á því varð engin breyting þegar þeir heimsóttu nýliða Huddersfield í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×