Handbolti

Halldór: Gerðum afar fá tæknimistök

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Halldór og félagar eru með fullt hús stiga í Olís-deild karla.
Halldór og félagar eru með fullt hús stiga í Olís-deild karla. vísir/ernir
Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var skiljanlega sáttur með sigurinn á Haukum í kvöld.

Hann var ekkert alltof ánægður með fyrri hálfleikinn en í þeim seinni sýndu FH-ingar styrk sinn og lönduðu sigrinum.

„Við vorum undir pari tilfinningalega og virknin var ekki eins og hún á að vera. En staðan var jöfn í hálfleik,“ sagði Halldór eftir leik.

„Við töluðum um að við þyrftum að laga varnarleikinn og ná öryggi á milli manna. Og það tókst mjög vel í seinni hálfleik. Við spiluðum frábæra vörn og gerðum afar fá tæknimistök sem telja gríðarlega mikið í svona leik.“

Birkir Fannar Bragason átti frábæra innkomu í mark FH og varði níu skot í seinni hálfleik.

„Það munaði gríðarlega miklu um hans framlag. Hann tók dauðafæri sem gaf okkur mikið sjálfstraust og hraðaupphlaup,“ sagði Halldór að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×