Enski boltinn

Kane er búinn að skora meira á árinu en sjö lið í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane er búinn að vera svo heitur fyrir framan mark mótherjanna á þessu tímabili að heilu liðin í ensku úrvalsdeildinni ná ekki að halda í við hann.

Tölfræðingarnir á Opta Joe twitter-síðunni hafa nú reiknað það út að enski landsliðsframherjinn sé búinn að skora fleiri mörk á árinu 2017 heldur en sjö lið í ensku úrvalsdeildinni.



Harry Kane skoraði þrennu í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og má sá þessa fullkomnu þrennu hans (vinstri, hægri, skalli) í myndbandinu í spilaranum hér fyrir ofan.

Miklu munar um frammistöðu kappans í september en hann hefur skorað tvö mörk eða fleiri í fjórum af fimm leikjum Tottenham-liðsins í september.

Kane hefur skorað þessi 34 mörk í aðeiuns 30 leikjum og er með tíu mörkum meira en næsti leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í öllum keppnum á árinu 2017. Þeir eru Sergio Aguero hjá Manchester City og Romelu Lukaku hjá Manchester United.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×